Fyrsta mark Skagastráksins í sigri Norrköping

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur komið af krafti inn í lið …
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur komið af krafti inn í lið Norrköping. Ljósmynd/Norrköping

Hinn sautján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í dag þegar Norrköping tók á móti Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ísak var í þriðja skipti í byrjunarliði í meistaraflokksleik á ferlinum, þeim þriðja í röð með Norrköping, og á 26. mínútu kom hann liði sínu yfir með fallegu skoti, 1:0.

Gautaborg jafnaði metin á 72. mínútu en þremur mínútum síðar var Skagastrákurinn aftur á ferðinni þegar hann sendi boltann á Lars Krogh Gerson sem kom Norrköping yfir á nýjan leik, 2:1.

Á fjórðu mínútu í uppbótartíma innsiglaði síðan Pontus Almqvist sigur Norrköping, 3:1. Ísak var skipt af velli á 87. mínútu.

Með sigrinum er Norrköping komið með fimm stiga forskot í deildinni eftir sex umferðir en liðið er með 16 stig af 18 mögulegum. Sirius er í öðru sæti með 11 stig.

Leikurinn var enn í gangi þegar annar ungur atvinnumaður frá Akranesi, Arnór Sigurðsson sem leikur með CSKA frá Moskvu en spilaði áður með Norrköping, skrifaði eftirfarandi á Twitter:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert