Langþráð mark og mikilvægt

Adam Örn Arnarson í leik með 21-árs landsliðinu.
Adam Örn Arnarson í leik með 21-árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adam Örn Arnarson gulltryggði Tromsö útisigur á Kongsvinger, 2:0, í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Hann skoraði síðara mark liðsins sem fer vel af stað og er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Tromsö féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári.

Fyrir Adam er þetta sjaldséð og langþráð mark, aðeins hans annað mark í 108 deildaleikjum á ferlinum. Það fyrsta gerði hann fyrir Aalesund í norsku B-deildinni árið 2018 en í millitíðinni lék Adam með pólska liðinu Górnik Zabrze og samdi við Tromsö fyrr á þessu ári. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í dag.

Hér fyrir neðan má sjá Adam fagna markinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert