Ögmundur seldur til meistaranna

Ögmundur Kristinsson hefur verið seldur til grísku meistaranna.
Ögmundur Kristinsson hefur verið seldur til grísku meistaranna. Ljósmynd/Larissa

Knattspyrnumarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er genginn til liðs við gríska stórliðið Olympiacos en félagið hefur keypt hann frá Larissa sem staðfesti félagsskiptin á heimasíðu sinni í dag.

Kaupverðið er 400 þúsund pund og þá mun Larissa einnig fá tvo leikmenn frá Olympiacos í skiptum. Ögmundur kom til Larissa árið 2018 frá Excelsi­or í Hollandi og hefur verið fastamaður í liðinu síðan en hann er 31 árs gamall og uppalinn í Fram. Hann á að baki 15 A-landsleiki.

Olympiacos varð grískur meistari með miklum yfirburðum í ár en tvær umferðir eru eftir af tímabilinu og liðið með 20 stiga forystu á toppnum. Liðið er sannkallað stórveldi í grískum fótbolta, hefur orðið deildarmeistari 45 sinnum og bikarmeistari 27 sinnum.

Larissa er í 8. sæti efstu deildar með 30 stig eftir 26 umferðir en alls leika fjórtán lið í deildinni. Ögmundur var á bekknum í leik Larissa í síðustu viku en hann hafði spilað alla leiki liðsins í deild­inni frá því hann kom þangað sum­arið 2018, sam­tals 59 leiki.

Alfreð Finnbogason spilaði með liðinu sem lánsmaður fyrri hluta tímabilsins 2015 til 2016, spilaði 7 leiki í deild­inni og skoraði eitt mark. Hann spilaði einnig þrjá leiki í Meist­ara­deild Evr­ópu og skoraði eitt mark. Félagið varð síðast grískur meistari árið 2017.

mbl.is