Þrefað um verðið á Þjóðverjanum

Kai Havertz
Kai Havertz AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Chel­sea er að vinna kapp­hlaupið um einn eft­ir­sótt­asta leik­mann heims, Kai Havertz sem spilar fyrir Leverkusen en forráðamenn félaganna eru þó sagðir þrefa um kaupverðið á sóknarmanninum.

Rudi Völler, yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Bayer Le­verku­sen, staðfesti í sam­tali við Bild á dög­un­um að Havertz er frjálst að yf­ir­gefa fé­lagið, berist því gott tilboð. Sky Sports segir þýska félagið vilja 100 milljónir evra en forráðamenn Lundúnaliðsins vilja prútta eitthvað, borga minna í fyrstu og jafnvel semja um einhverjar bónus greiðslur í framhaldinu. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur á Havertz að baki 147 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 44 mörk og lagt upp 31 mark fyr­ir liðsfé­laga sína. Þá hef­ur hann leikið sjö lands­leiki fyr­ir Þýska­land þar sem hann hef­ur skorað eitt mark.

Havertz er upp­al­inn hjá Leverkusen en hann sjálf­ur er sagður ætl­ar taka ákvörðun um framtíð sína þegar ensku úr­vals­deild­inni er lokið. Heim­ild­ir Goal herma að Havertz vilji aðeins ganga til liðs við Chel­sea ef Lund­únaliðinu tekst að vinna sér inn sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert