Íslendingurinn í bikarúrslit

Arnór Ingvi Traustason er kominn í bikarúrslit.
Arnór Ingvi Traustason er kominn í bikarúrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans hjá Malmö eru komnir í bikarúrslit í sænska fótboltanum eftir sigur á Mjällby á útivelli í undanúrslitum í dag. Réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. 

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö og lék fyrstu 69 mínúturnar. Tókst honum ekki að skora frekar en öðrum leikmönnum og var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 

Í vítakeppninni skoraði Malmö úr fjórum spyrnum en Mjällby aðeins tveimur. Mætast Malmö og Gautaborg í úrslitum, en Gautaborg hafði betur gegn Elfsborg í framlengdum leik í dag, 1:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert