Reglunum um hendi verður breytt

Mark Harry Kane hefði staðið samkvæmt nýju reglunum.
Mark Harry Kane hefði staðið samkvæmt nýju reglunum. AFP

Alþjóðanefnd knatt­spyrnu­sam­banda hefur samþykkt breytingu á knattspyrnulögunum fyrir næstu leiktíð og verður reglunum um hendi breytt.

Á síðasta ári var reglunum breytt og ákveðið að ef leikmaður handleikur knöttinn, þá leiði það til aukaspyrnu sama hvort um óviljaverk hafi verið að ræða eða ekki. Hins vegar, samkvæmt breytingunni sem tekur gildi á næstu leiktíð, mun það ekki leiða til aukaspyrnu ef leikmaður snertir boltann óviljandi, nema það leiði samstundis til marks eða marktækifæris.

Leikmaður getur því áfram aldrei skorað með hendi, jafnvel þó það sé óviljandi. Fái hann hins vegar boltann í höndina óvart og nokkru síðar, t.d. eftir sendingu, verður mark þá er það ekki endilega andstætt lögunum.

Mark Harry Kane fyrir Tottenham gegn Sheffield United í síðustu viku hefði sennilega talist gott og gilt ef breytingin væri farin í gegn en José Mourinho, stjóri Lundúnaliðsins, var allt annað en sáttur eftir atvikið.

mbl.is