Ronaldo fór langt með að tryggja titilinn

Cristiano Ronaldo tryggði Juventus stig.
Cristiano Ronaldo tryggði Juventus stig. AFP

Cristiano Ronaldo fór langt með að tryggja Juventus ítalska meistaratitilinn í fótbolta er hann gerði bæði mörk liðsins í 2:2-jafntefli við Atalanta á heimavelli. Kom það síðara á lokamínútunni. 

Duván Zapata kom Atalanta yfir á 16. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Cristiano Ronaldo jafnaði úr víti á 55. mínútu, en Ruslan Malinovskyi kom Atalanta aftur yfir á 80. mínútu. Juventus gafst hinsvegar ekki upp og Ronaldo jafnaði öðru sinni á lokamínútunni úr annarri vítaspyrnu og þar við sat. 

Lazio, sem hefur verið helsti keppinautur Juventus á leiktíðinni, tapaði á heimavelli fyrir Sassuolo fyrr í dag, 1:2. Luis Alberto kom Lazio yfir á 33. mínútu en Giacomo Raspadori og Francesco Caputo svöruðu fyrir Sassuolo. 

Juventus er því með 76 stig, átta stigum meira en Lazio og níu stigum meira en Atalanta, þegar sex umferðir eru eftir. 

mbl.is