Lagði upp mark í Íslendingaslag

Jón Dagur Þorsteinsson heldur áfram að gera það gott í …
Jón Dagur Þorsteinsson heldur áfram að gera það gott í Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp annað mark AGF þegar liðið fékk Mikael Anderson og liðsfélaga hans í Midtjylland í heimsókn í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Århus í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri AGF en Jón Dagur var í byrjunarliði AGF í leiknum og Mikael var í byrjunarliði Midtjylland. Mikael var skipt af velli á 62. mínútu fyrir Anders Dreyer en Jón Dagur fór af velli undir lok leiksins fyrir Alex Gersbach.

AGF styrkti stöðu sína í þriðja sæti úrslitariðilsins, en liðið er með 60 stig í þriðja sæti riðilsins, 8 stigum meira en Bröndby sem er í fjórða sætinu, og tveimur stigum minna en FCK
sem er í öðru sætinu.

Midtjylland tryggði sér hins vegar danska meistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum á fimmtudaginn í síðustu viku með 3:1-sigri gegn FCK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert