Kópavogsbúinn í liði mánaðarins

Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið frábærlega fyrir AGF í Danmörku …
Jón Dagur Þorsteinsson hefur leikið frábærlega fyrir AGF í Danmörku undanfarnar vikur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dagur Þorsteinsson hefur farið á kostum með danska knattspyrnuliðinu AGF síðustu vikur en hann átti stórleik fyrir AGF þann 21. júní síðastliðinn þegar liðið mætti Danmerkurmeisturum Midtjylland í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur skoraði þrennu í leiknum, ásamt því að leggja upp mark, í 4:3-sigri AGF en hann fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum og í umfjöllun staðarblaðsins í Århus fékk hann 10 í einkunn.

Þá lagði hann upp mark í gær í 3:0-sigri AGF gegn Midtjylland í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar en frammistaða Jóns Dags í júnímánuði skilaði honum sæti í liði mánaðarins í Danmörku.

mbl.is