Real færist nær titlinum

Karim Benzema fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld.
Karim Benzema fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld. AFP

Real Madríd færðist nær spænska meistaratitlinum í kvöld með því að leggja Granada að velli, 2:1, en liðið er með fjögurra stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir.

Barcelona hélt lífi í vonum sínum með 1:0-sigri á Real Valladolid í fyrradag en fátt virðist ætla stoppa Madrídinga í því að endurheimta titilinn sem Barcelona vann á síðasta ári. Ferland Mendy og Karim Benzema komu gestunum í tveggja marka forystu strax á fyrstu sextán mínútum leiksins og þó Darwin Machís hafi minnkað muninn fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik þá tókst þeim ekki að kreista fram jafntefli.

Real er sem fyrr segir á toppnum með 83 stig og Barcelona með 79 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

mbl.is