Cristiano Ronaldo svo gott sem úr leik

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo AFP

Vonir Cristianos Ronaldos um að hreppa gullskóinn og verða markahæsti leikmaður ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu eru orðnar ansi veikar eftir að Portúgalanum mistókst að skora í 2:0-tapi Juventus gegn Cagliari í gærkvöldi.

Ronaldo og félagar eru búnir að tryggja sér ítalska meistaratitilinn þegar ein umferð er eftir en Portúgalinn var enn í baráttunni um að verða markakóngur. Hann er með 31 mark á tímabilinu en núna fjórum á eftir Ciro Immobile sem skoraði í 2:0-sigri Lazio á Brescia í gær og er nú með 35 mörk alls.

Immobile er sem stendur markahæsti framherji Evrópu en Robert Lewandowski skoraði 34 mörk fyrir Bayern München í þýsku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert