PSG fagnaði eftir vítakeppni

PSG er deildabikarmeistari eftir sigur á Lyon.
PSG er deildabikarmeistari eftir sigur á Lyon. AFP

PSG varð í kvöld deildabikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Lyon í vítakeppni á Stade de France í París. 

Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu, en Rafael, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fékk rautt spjald hjá Lyon í lok framlengingarinnar. 

Í vítakeppninni skoraði PSG úr öllum sex vítaspyrnum sínum á meðan Lyon skoraði úr fimm. Pablo Sarabia tryggði PSG sigurinn með sjöttu spyrnu liðsins eftir að Kaylor Navas varði frá Bertran Traoré.

mbl.is