Fyrsti leikur Ísaks í Skotlandi

Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson Ljósmynd/St.Mirren

Íslenski ung­linga­landsliðsmaður­inn Ísak Snær Þor­valds­son þreytti frumraun sína í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er St. Mirren tók á móti Livingston í fyrstu umferðinni.

Ísak gekk nýlega til liðs við St. Mirren á eins árs lánssamningi frá enska félaginu Norwich og hann byrjaði á varamannabekknum í dag. Richard Tait skoraði sigurmark leiksins fyrir heimamenn á 30. mínútu og Ísak kom svo inná á 77. mínútu.

Hinn 19 ára miðjumaður var í láni hjá enska C-deild­arliðinu Fleetwood seinni hluta síðasta tíma­bils en hann náði aðeins að spila tvo leiki áður en keppni var stöðvuð vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert