Íslendingarnir gerðu landa sínum greiða

Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord.
Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord.

Íslendingaliðið Sandefjord hafði betur gegn Molde, 2:1, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord. Emil spilaði fyrri hálfleikinn og Viðar fyrstu 73 mínúturnar. 

Sigur Sandefjord kom sér afar vel fyrir Bodø/Glimt sem er í harðri toppbaráttu við Molde, en Alfons Sampsted hefur leikið vel með Bodø/Glimt á leiktíðinni.

Eru Alfons og félagar með 31 stig á toppnum, þremur stigum á undan Molde sem er í öðru sæti. Þá á Bodø/Glimt leik til góða. Sandefjord er í tíunda sæti með þrettán stig. 

mbl.is