Níu ára Skagastrákur vekur heimsathygli

Marcus Rashford var ánæður með Íslendinginn unga.
Marcus Rashford var ánæður með Íslendinginn unga. AFP

Jökull, níu ára Skagastrákur, hefur vakið mikla athygli fyrir tilþrif sín með fótbolta eftir að faðir hans birti myndband á Twitter þar sem hann sést leika eftir tilþrif hjá Marcus Rashford, sóknarmanni Manchester United og enska landsliðsins. 

Rashford skoraði á aðdáendur á Twitter að birta myndbönd af sér leika eftir tilþrifin og Sindri Birgisson faðir Jökuls birti myndbandið af syni sínum. 

Enski sóknarmaðurinn tók eftir myndbandinu og svaraði Sindra og hrósaði Jökli. „Já Jökull,“ skrifaði Rashford við myndbandið. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en þegar fréttin er skrifuð hafa yfir 60.000 manns séð tilþrif Jökuls. 

mbl.is