Upp í annað sæti í Noregi

Ingibjörg Sigurðardóttir gat fagnað sigri í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir gat fagnað sigri í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vålerenga komst í dag upp í annað sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3:0-útisigri á Arna-Bjørnar. 

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga og gat fagnað því að halda hreinu. Kom Grindvíkingurinn til Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð fyrir leiktíðina. 

Vålerenga er með tólf stig eftir fimm leiki, einu stigi á eftir Lilleström sem er í toppsætinu. 

mbl.is