Vill starfa hjá liði á Englandi

Ralf Rangnick
Ralf Rangnick AFP

Þjóðverj­inn Ralf Rangnick vill taka við liði á Englandi eftir að ekkert varð úr fyrirhuguðum skiptum hans til Ítalíu, en hann var talinn líklegur til að taka við ítalska stórliðinu AC Milan.

Samkvæmt ítalska miðlinum Calciomercato hefur Rangnick verið í samskiptum við einhver ensk félög en hann er ekki endilega að leita eftir stöðu knattspyrnustjóra.

Rangnick hætti nýlega sem yfirmaður íþróttamála hjá Leipzig í heimalandinu en hann var áður þjálfari liðsins og liðs Schalke, kom liðinu alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2011. Þá þjálfaði hann Gylfa Þór Sigurðsson hjá Hoffenheim tímabilið 2010-11.

mbl.is