Endurheimtu toppsætið í Svíþjóð

Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar fagna.
Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar fagna. Ljósmynd/FC Rosengård

Landsliðskon­an Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og stöllur hennar hjá Rosengård endurheimtu toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á Piteå í dag. Íslendingalið Kristianstad var einnig að spila.

Glódís Perla spilaði allan leikinn hjá Rosengård sem komst í tveggja marka forystu snemma leiks áður en gestirnir minnkuðu muninn í síðari hálfleik. Liðið er nú með 19 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á undan Göteborg sem á þó leik til góða.

Þá var Svava Rós Guðmundsdóttir á sínum stað í framlínu Kristianstad og spilaði allan leikinn í 1:1-jafntefli gegn Umeå á heimavelli. Kristianstad, und­ir stjórn Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur, er í fjórða sæti með 12 stig eftir átta leiki.

mbl.is