Íslendingaliðið upp í toppsætið

Arnór Ingvi Traustason er í toppsætinu.
Arnór Ingvi Traustason er í toppsætinu. Ljósmynd/Malmö

Malmö er komið upp í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:0-útisigur á Gautaborg í dag. 

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö og lék fyrstu 69 mínúturnar. Fór hann af velli í stöðunni 2:0.

Malmö er í toppsæti deildarinnar eftir tólf leiki með 25 stig. Hefur liðið unnið sjö leiki, gert fjögur jafntefli og aðeins tapað einum. 

Arnór hefur leikið sex deildarleiki á tímabilinu og á enn eftir að skora mark, en hann gerði sjö mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. 

mbl.is