Markvörðurinn kominn aftur heim

Maarten Stekelenburg var í fjögur ár hjá Everton.
Maarten Stekelenburg var í fjögur ár hjá Everton. AFP

Hollenski knattspyrnumarkvörðurinn Maarten Stekelenburg er kominn aftur til Ajax á frjálsri sölu frá Everton, níu árum eftir að hann yfirgaf hollenska félagið. 

Stekelenburg, sem er 38 ára, hefur verið varamarkvörður Everton síðustu fjögur ár, en þar á undan lék hann með Southampton, Fulham og Roma. 

Hefur Stekelenburg leikið 58 landsleiki og var hann m.a. aðalmarkvörður í hollenska liðinu sem vann silfur á HM 2010. 

Andre Onana, aðalmarkvörður Ajax síðustu ár, hefur verið orðaður við Chelsea, en enska félagið ku vilja losa sig við Spánverjann Kepa Arrizabalaga.

mbl.is