Unglingalandsliðsmaður með þrennu í Danmörku

Hákon Arnar Haraldsson í leik með U17 ára landsliði Íslands.
Hákon Arnar Haraldsson í leik með U17 ára landsliði Íslands. Ljósmynd/UEFA

Hinn 17 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson lét heldur betur vita af sér með U19 ára liði FC Kaupmannahafnar er liðið lék við jafnaldra sína í Lyngby í æfingaleik. Skoraði Skagamaðurinn þrennu. 

Hákon hefur leikið 15 leiki með U17 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Þá gerði  hann þrjú mörk í sex leikjum með U16 ára liðinu. 

Hákon kom til FC Kaupmannahafnar frá ÍA fyrir rúmu ári og var í lokahóp U17 ára landsliðsins á EM á síðasta ári. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is