Frá Vestmannaeyjum í dönsku C-deildina

Pedro Hipólito er tekinn við Næstved í Danmörku.
Pedro Hipólito er tekinn við Næstved í Danmörku. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Portúgalski þjálfarinn Pedro Hipólito hefur verið ráðinn til starfa hjá Næstved í dönsku C-deildinni eftir að liðið féll úr B-deildinni í sumar. 

Hipólito, sem er 41 árs, stýrði bæði ÍBV og Fram hér á landi. Tók hann við Fram á miðju sumri 2017 og stýrði liðinu í eitt og hálft tímabil. Eftir það lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hann stýrði ÍBV framan af síðasta sumar.

Illa gekk í Vestmannaeyjum og fékk Hipólito reisupassann þegar liðið var límt við botninn með aðeins fimm stig í Pepsi Max-deildinni eftir ellefu umferðir. 

„Ég verð fljótur að komast inn í danska boltann eftir reynslu mína á Íslandi. Við viljum koma félaginu aftur í efstu deild,“ sagði Hipólito m.a. í viðtali á heimasíðu félagsins eftir ráðninguna. 

mbl.is