Leikmaður Manchester United í sárum

Chris Smalling verst með Roma gegn Juventus.
Chris Smalling verst með Roma gegn Juventus. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Chris Smalling er hryggur yfir því að mega ekki leika með Roma í Evrópudeildinni í mánuðinum.

„Ég er í sárum yfir að geta ekki klárað það sem við byrjuðum á. Að upplifa svona mikla ást á stuttum tíma var mjög sérstakt og ég gleymi því ekki. Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir góða tíma og ég óska þeim góðs gengis á móti Roma,“ skrifaði Smalling á Twitter. 

Smalling lék með ítalska liðinu að láni frá Manchester United á leiktíðinni. Gerðu félögin samning út tímabilið, en United hafnaði beðni Roma að Englendingurinn fengi að spila með liðinu í Evrópudeildinni. 

Mætir Roma spænska liðinu Sevilla í 16-liða úrslitum á fimmtudaginn kemur og verður liðið að spjara sig án Smalling sem hefur leikið 37 leiki með Roma á leiktíðinni og skorað í þeim þrjú mörk.

Hefur Smalling verið á mála hjá Manchester United síðan árið 2010 og leikið meira en 300 leiki fyrir liðið, en óvíst er hvar leikmaðurinn spilar á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert