Albert spilar í hverjum leik

Albert Guðmundsson í leiknum í dag.
Albert Guðmundsson í leiknum í dag. Ljósmynd/AZ Alkmaar

Knatt­spyrnumaður­inn Al­bert Guðmunds­son virðist vera í fínu standi en hann hefur komið við sögu í öllum æfingaleikjum AZ Alkmaar í Hollandi í sumar.

Al­bert kom aðeins við sögu í fjór­um leikj­um með AZ Alk­ma­ar í hol­lensku úr­vals­deild­inni á síðasta tíma­bil­i áður en deild­inni var af­lýst vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Hann er 22 ára gamall og fór meiddur af velli í leik í september á síðasta ári. Við nán­ari skoðun kom í ljós að leikmaður­inn hafði brotið bein í ökkla og að hann yrði frá í fjóra til fimm mánaða en þegar Al­bert var að snúa aft­ur var gert hlé á fót­bolt­an­um í Evr­ópu vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Hann var í byrjunarliðinu í dag gegn Zwolle og var tekinn af velli á 54. mínútu en AZ Alkmaar tapaði leiknum 1:0. Þar áður spilaði hann hálfleik í leikjum gegn Genk og Utrecht. Hollenska deildin fer aftur af stað í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert