Elías Már er tæplega á förum

Elías Már Ómarsson fagnar marki með Excelsior.
Elías Már Ómarsson fagnar marki með Excelsior. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson, knattspyrnumaður frá Keflavík, segist ekki sjá fram á annað en að leika áfram með Excelsior í Hollandi á næsta tímabili. Liðið varð fyrir vonbrigðum þegar ekki tókst að vinna sæti í úrvalsdeildinni en Elías stóð sig vel síðari hluta tímabilsins.

„Ég er frekar sáttur við seinni hluta tímabilsins hjá mér. Ég missti hins vegar af öllu undirbúningstímabilinu eftir að ég fór í aðgerð og kom bara til baka rétt áður en tímabilið byrjaði. Þá tók smá tíma að komast almennilega inn í þetta og komast aftur í leikæfingu. Skipt var um þjálfara á miðju tímabili og þá fór ég að spila betur,“ sagði Elías þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Þá breyttist hans hlutverk inni á vellinum og skoraði Elías 12 mörk þegar uppi var staðið.

„Leikstíllinn breytist hjá okkur. Hjá þjálfaranum sem var látinn fara var ég látinn hlaupa fram og til baka og var alltaf að verjast. Því fylgdu mikil hlaup og þreyta hafði áhrif þegar ég þurfti að afgreiða marktækifærin. Ég fékk meira frelsi eftir þjálfaraskiptin og þurfti ekki að verjast eins aftarlega. Þá nýttist orkan betur í sókninni og þá fór þetta að ganga betur.“

Viðtalið við Elías má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »