Gareth Bale skilinn eftir heima

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Knatt­spyrn­u­stjarn­an Ga­reth Bale virðist vera á krossgötum eftir að hann var ekki valinn í leikmannahóp Real Madríd sem mætir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á föstudaginn.

Walesverjinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið í spænsku höfuðborginni, aðeins spilað 20 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim þremur mörk. Real varð spænskur meistari á dögunum og mætir City í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Englandi eftir tvo daga.

City er 2:1-yfir eftir fyrri leikinn, sem var spilaður í mars, en Zinedine Zidane, stjóri Real, er búinn að velja þá 24 leikmenn sem ferðast til Manchester. Bale, sem varð dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann árið 2013, er ekki í hópnum.

Bale er orðinn þrítug­ur og er á meðal launa­hæstu leik­manna liðsins. Hann hef­ur reglu­lega verið orðaður við brott­för frá stórliðinu und­an­far­in ár. Zi­da­ne er sagður ekki hafa áhuga á að vinna með sókn­ar­mann­inn sem hef­ur verið óhepp­inn með meiðsli und­an­far­in ár.

mbl.is