Nordsjælland semur við íslenska stúlku

Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir. Ljósmynd/Nordsjælland

Unglingalandsliðskonan Amanda Jacobsen Andradóttir er gengin til liðs við knattspyrnufélagið Nordsjælland í Danmörku en félagið sagði frá þessu á heimasíðu sinni í gærkvöldi.

Amanda er fædd árið 2003 og flutti til Danmerkur á síðasta ári eftir að hafa spilað með yngri flokkum Vals. Amanda á tólf landsleiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim tíu mörk. Nordsjælland er eitt af sterkari liðum Danmerkur og hafnaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert