Gareth Bale vill ekki spila

Gareth Bale
Gareth Bale AFP

Knatt­spyrn­u­stjarn­an Ga­reth Bale verður ekki með Real Madríd sem mæt­ir Manchester City í Meist­ara­deild Evr­ópu á föstu­dag­inn. Samkvæmt þjálfara hans er það einfaldlega vegna þess að hann vill ekki spila.

Walesverj­inn hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar und­an­farið í spænsku höfuðborg­inni, aðeins spilað 20 leiki á tíma­bil­inu og skoraði í þeim þrem­ur mörk. Real varð spænsk­ur meist­ari á dög­un­um og mæt­ir City í síðari viður­eign liðanna í 16-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar á Englandi eft­ir tvo daga.

City er 2:1-yfir eft­ir fyrri leik­inn, sem var spilaður í mars, en Zinedine Zi­da­ne, stjóri Real, er bú­inn að velja þá 24 leik­menn sem ferðast til Manchester. Bale, sem varð dýr­asti leikmaður heims þegar Real keypti hann árið 2013, er ekki í hópn­um.

Zidane hefur útskýrt nú mál sitt á blaðamannafundi fyrir einvígið en hann segir að Bale vilji einfaldlega ekki spila. „Það eina sem ég get sagt er að hann vildi ekki spila, annað sem fór okkar á milli er okkar á milli. Það er virðing á milli okkar, frá leikmanni til þjálfara,“ sagði Zidane.

Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, segir að Walesverjinn vilji ekki fara frá félaginu enda eigi hann tvö ár eftir af samningi sínum. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að framherjinn vilji snúa aftur til ensku úrvalsdeildarinnar, þar sem hann átti frábær ár með Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert