Ekki nóg að vinna bara Real Madríd

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

„Við erum að reyna vinna Meistaradeildina. Að vinna Real Madríd er eitt skref, en ef við teljum það vera nóg þá er það bara til marks um hversu litlir við erum,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir að lið hans sló út Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

City mætir næst Lyon frá Frakklandi í fjórðungsúrslitunum í næstu viku en restin af keppninni fer fram sem hálfgert hraðmót í Portúgal. Er þetta gert vegna kórónuveirufaraldursins. City vann Real samanlagt 4:2 en liðið hefur aldrei unnið sterkustu deild Evrópu.

Guardiola hefur hins vegar gert það tvisvar sem stjóri, með Barcelona 2009 og 2011. „Það var mikilvægt að vinna Real tvisvar. Þeir tapa venjulega aldrei leikjum í útsláttarkeppnum vegna þess að þeir eru yfirvegaðir, alvöru sigurvegarar,“ bætti Guardiola við en hann var í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert