Rekinn eftir leikinn gegn Lyon

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, var í dag rekinn úr starfi þrátt fyrir að liðið hafi orðið ítalskur meistari. 

Brottreksturinn er gerður opinber daginn eftir að liðið féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum. Juventus vann 2:1 en féll úr keppni þar sem Lyon skoraði mark á útivelli og hafði unnið heimaleikinn 1:0. 

Hjá Juventus sætta menn sig ekki við hvað sem er en liðið hefur orðið ítalskur meistari níu ár í röð. Sarri tók við Juve fyrir ári síðan og gerði þriggja ára samning. Brottreksturinn er því væntanlega kostnaðarsamur fyrir félagið. 

Sarri stýrði áður Napolí og Chelsea. 

mbl.is