Svava skoraði í mikilvægum sigri

Svava Rós Guðmundsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Kristianstad vann 3:0-sigur á Linköping í toppbaráttuslag en Svava Rós Guðmundsdóttir var á meðal markaskorara í leiknum.

Svava Rós var í byrjunarliði Kristianstad og spilaði fyrstu 86 mínúturnar en hún skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Kristianstad, und­ir stjórn Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur, er nú með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi á eftir Linköping í 3. sætinu. Göteborg er á toppnum með 23 stig.

mbl.is