Lyon á metið í keppninni (myndskeið)

Leikmenn Lyon fagna bikarsigrinum í kvöld.
Leikmenn Lyon fagna bikarsigrinum í kvöld. Ljósmynd/Damien LG/Lyon

Sigur Lyon í kvennaflokki í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld er sá níundi í sögu félagsins en liðinu var komið á árið 2004. Sara Björk Gunnarsdóttir varð bikarmeistari með liðinu í kvöld eins og áður kom fram.

Ekkert lið hefur unnið keppnina oftar en það hefur ekki tekið stórlið Lyon langan tíma að vinna keppnina níu sinnum því fyrsti sigurinn kom árið 2008. Frá árinu 2012 hefur liðið aðeins einu sinni misst af bikarnum og var það árið 2018. 

Liðið hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum sem er einnig met og hefur liðið unnið fjórtán ár í röð. 

Þá hefur liðið sex sinnum unnið Meistaradeild Evrópu sem er enn eitt metið og Sara er á leið með liðinu í átta liða úrslit keppninnar síðar í þessum mánuði.

Hér má sjá leikmenn Lyon fagna í búningsklefanum eftir leikinn í kvöld:

mbl.is