Fá bónus þjálfarans ef þeir slá út Man. United

Leikmenn FC Köbenhavn fagna eftir að hafa slegið út Istanbúl …
Leikmenn FC Köbenhavn fagna eftir að hafa slegið út Istanbúl Basaksehir í 16-liða úrslitunum. AFP

Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, hefur lofað leikmönnum sínum kaupauka takist þeim að slá enska stórliðið Manchester United úr Evrópudeildinni í kvöld.

Liðin mætast í Köln í Þýskalandi klukkan 19 í kvöld í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar en lið United þykir líklegt til að fara langt í keppninni, ef ekki alla leið.

Solbakken hefur þó gefið leikmönnum sínum auka hvata fyrir viðureignina í kvöld; hann ætlar að gefa þeim bónusinn sem hann sjálfur fær, takist liðinu að komast áfram í keppninni. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins og ítrekaði að hann væri ekki að grínast.

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson spilar fyrir Köbenhavn-liðið sem þykir erfitt viðureignar í Evrópuleikjum. Liðið hefur aðeins tvisvar sinnum fengið á sig meira en eitt mark í síðustu 42 leikjum í öllum Evrópukeppnum. Ragnar er sjálfur að glíma við meiðsli og verður ekki með í kvöld.

Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn.
Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert