Ísak skoraði fallegt mark í Svíþjóð (myndskeið)

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fallegt mark í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fallegt mark í dag. Ljósmynd/Nörrköping

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði annað mark Norrköping í 2:3-tapi á útivelli gegn Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Ísak, sem er einn efnilegasti leikmaður sænsku deildarinnar, jafnaði í 2:2 á 62. mínútu með glæsilegri afgreiðslu upp í samskeytin nær. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak ellefu sinnum verið í byrjunarliði Norrköping á leiktíðinni og hefur hann nú skorað tvö mörk og lagt upp nokkur til viðbótar. 

Norrköping er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir fjórtán leiki. 

Mark Ísaks má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is