Tvö smit í Meistaradeildinni

Diego Simeone, þjálfari Atlético Madríd, og leikmenn.
Diego Simeone, þjálfari Atlético Madríd, og leikmenn. AFP

Atlético Madríd hefur staðfest að tveir einstaklingar innan raða félagsins eru með kórónuveiruna og hafa nú verið sendir heim til sín í einangrun.

Spænska liðið á að mæta þýska liði RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á fimmtudaginn í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér segir að allir leikmenn og starfsmenn hafi verið sendir í veirupróf fyrir ferðalagið til Portúgals.

Aðrir leikmenn og starfsmenn ferðuðust til Portúgals og munu þurfa að undirgangast nýtt próf í dag. Ekki liggur fyrir hvort hætta sé á að leiknum á fimmtudaginn verði aflýst.

mbl.is