United áfram eftir framlengingu

Bruno Fernandes skallar boltann í kvöld.
Bruno Fernandes skallar boltann í kvöld. AFP

Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á FC København í framlengdum leik í Köln í kvöld.

United skapaði sér fjölmörg færi en Karl-Johan Johnsson átti magnaðan leik í marki danska liðsins og kom í veg fyrir það að enska liðið skoraði töluvert fleiri mörk. 

Honum tókst hins vegar ekki að verja vítaspyrnu frá Portúgalanum Bruno Fernandes á fimmtu mínútu framlengingarinnar eftir að Anthony Martial féll innan teigs. 

United mætir annað hvort Wolves eða Sevilla í undanúrslitum en þau eigast við annað kvöld. 

Man. Utd 1:0 FC København opna loka
120. mín. Anthony Martial (Man. Utd) fer af velli
mbl.is