Forsætisráðherra gagnrýnir andstæðinga KR

Frá vináttuleik Celtic og Lyon í sumar.
Frá vináttuleik Celtic og Lyon í sumar. AFP

Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, lýsti þeirri skoðun sinni í dag að leikur knattspyrnuliðanna Glasgow Celtic og Aberdeen eigi ekki að fara fram eftir að leikmaður Celtic gerðist sekur um gróft brot á sóttvarnartilmælum. 

Sturgeon segir brot leikmanns Celtic vera gróft enda fór hann til Spánar án þess að láta vinnuveitendur vita og spilaði næsta leik gegn Kilmarnock án þess að fara í sóttkví. Í vikunni áður höfðu átta leikmenn Aberdeen brotið reglur með því að fara saman á pöbbinn. Knattspyrnumönnunum virðist því ekki mjög umhugað um þann ramma sem búinn hefur verið til. 

Í skásta falli þá ætti fólk ekki að búast við því að leikur Aberdeen og Celtic fari fram í næstu viku,“ sagði Sturgeon en hún ávarpar þjóðina nú daglega. „Menn geta litið svo á að þeir hafi fengið gula spjaldið. Verði hegðunin ekki til hins betra munum við ekki eiga annan kost en að gefa rauða spjaldið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert