Lukaku setti markamet í gær

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Romelu Lukaku setti markamet í gær er hann skoraði seinna mark Inter í 2:1-sigri á Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Þýskalandi, þar sem mótið fer fram.

Inter varð þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum, þar sem það mætir annaðhvort Shak­ht­ar Do­netsk frá Úkraínu eða Basel frá Sviss en þau eigast við í kvöld. Lukaku varð svo fyrsti leikmaðurinn í sögu keppninnar til að skora í níu leikjum í röð.

Enginn hefur áður gert það, hvorki í UEFA-bikarnum né Evrópudeildinni eins og keppnin er í dag kölluð. Að vísu hefur aðdragandi að þessu meti verið langur, fyrstu fimm leikirnir voru með Everton tímabilið 2014-15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert