Sveinn Guðjohnsen einum leik frá efstu deild

Sveinn Aron Guðjohnsen er einum leik frá efstu deild.
Sveinn Aron Guðjohnsen er einum leik frá efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Aron Guðjohnsen og samherjar hans hjá Spezia á Ítalíu eru einum leik frá sæti í A-deildinni þar í landi eftir 3:1-sigur á Chievo Verona í undanúrslitum umspils B-deildarinnar. 

Sveinn Aron var allan tímann á varamannabekk Spezia, sem tapaði fyrri leiknum á útivelli, 2:0. Urðu samanlagðar lokatölur því 3:1, en Spezia fer áfram þar sem liðið hafnaði fyrir ofan Chievo Verona í deildinni. 

Spezia mætir annað hvort Pordenone eða Frosinone í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild, en þau mætast annað kvöld. 

mbl.is