Þrjú smit hjá andstæðingum Víkings

Víkingur Reykjavík mætir Olimpija Ljubljana síðar í mánuðinum.
Víkingur Reykjavík mætir Olimpija Ljubljana síðar í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Slóvenska úrvalsdeildin í knattspyrnu átti að hefja göngu sína í vikunni en henni hefur verið frestað til 22. ágúst eftir að þrjú kórónuveirusmit greindust hjá sama liðinu. 

Liðið sem um ræðir er Olimpija Ljubljana, en það átti einmitt að mæta Víkingi Reykjavík í Evrópudeildinni hinn 27. ágúst næstkomandi ytra. Óvíst er hvort smitin muni hafa áhrif á Evrópuleik liðanna.

Til þessa hafa 2272 staðfest smit greinst í Slóveníu og 129 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. 

mbl.is