Maður leiksins gaf verðlaunin

Neymar fagnar vel og innilega í kvöld.
Neymar fagnar vel og innilega í kvöld. AFP

Brasilíumaðurinn Neymar var valinn maður leiksins er PSG vann dramatískan 2:1-sigur á Atalanta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti síðan 1995. 

Neymar lagði upp jöfnunarmarkið á Marquinhos á lokamínútu venjulegs leiktíma og átti svo stóran þátt í sigurmarki Eric Choupo-Moting í uppbótartíma. 

Brasilíski sóknarmaðurinn var hæstánægður með innkomu Choupo-Moting, sem byrjaði á varamannabekknum, því hann gaf Kamerúnanum sigurverðlaunin sín í leikslok, eins og sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is