Vill spila fyrir Liverpool

Thiago Alcantara
Thiago Alcantara AFP

Spænski knatt­spyrnumaður­inn Thiago Alcant­ara vill ólmur ganga í raðir Englandsmeistara Liverpool og spila fyrir Jürgen Klopp. Brasilíumaðurinn hefur verið leikmaður Bayern München í sjö ár en vill nú takast á við nýja áskorun.

„Thiago vill prófa eitt­hvað nýtt áður en hann lýk­ur ferl­in­um, við verðum að sætta okk­ur við það,“ sagði Karl-Heinz Rumenig­ge, formaður Bayern, í viðtali við Sky í Þýskalandi fyrir nokkrum vikum og staðfesti að þýsku meistararnir eru tilbúnir að selja hann fyrir sanngjarnt verð, talið vera um 35 milljónir evra.

Blaðamaðurinn Kavel Solhekol hjá Sky segir að miðjumaðurinn, sem er orðinn 29 ára, vilji ekkert heitar en að spila fyrir Liverpool og Klopp en samkvæmt heimildum miðilsins er enska félagið ekki á höttunum eftir nýjum miðjumanni á þessari stundu. Thiago hefur verið fastamaður landsliðs Spán­verja frá ár­inu 2011 þar sem hann hef­ur spilað 37 leiki og skorað í þeim tvö mörk. Hann er samn­ings­bund­inn Bayern til næsta árs en vill ekki skrifa und­ir nýj­an samn­ing.

mbl.is