Hafnaði tilboði Barcelona

Arsene Wenger
Arsene Wenger AFP

Franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hafnaði starfstilboði frá spænska knattspyrnufélaginu Barcelona að sögn franskra fjölmiðla. Wenger hefur ekki stýrt liði síðan hann hætti hjá Arsenal fyrir tveimur árum. 

Sæti Quique Setíen, núverandi stjóra Barcelona, er heitt og var Wenger boðið að taka við eftir tímabilið, en hafnaði. Er Wenger sem stendur starfsmaður FIFA þar sem hann er í þróunarvinnu. 

„Ég get ekki gert hlutina með hálfum hug en ég spyr mig sjálfur reglulega hvort ég geti farið aftur í þjálfun,“ sagði Wenger við France Football á dögunum. 

mbl.is