Lewandowski góður en Messi betri

Lionel Messi er sá besti að mati knattspyrnustjórans.
Lionel Messi er sá besti að mati knattspyrnustjórans. AFP

Quique Setien, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Lionel Messi sé betri en pólski markahrókurinn Robert Lewandowski. Messi og Lewandowski verða í eldlínunni er Barcelona og Bayern München mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. 

Lothar Matthaus, fyrrverandi  leikmaður Bayern og þýska landsliðsins sagði í viðtali á dögunum að Lewandowski væri orðinn betri en Messi en Pólverjinn hefur skorað 53 mörk í 44 leikjum á leiktíðinni. Messi hefur gert 31 mark í 43 leikjum. 

„Lewandowski er góður en Messi er betri, það er ljóst. Lewandowski hefur skorað 13 mörk í Meistaradeildinni, sem er magnað, en Leo sýndi á móti Napólí að hann sé enn bestur. Hann getur hjálpað okkur að vinna Bayern,“ sagði Setien á blaðamannafundi. 

mbl.is