Tap hjá Al-Arabi

Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson máttu sætta sig við tap í Katar í dag. 

Al-Arabi heimsótti Al-Sailiya sem hafði betur 1:0 og náði að slíta sig þremur stigum frá Al-Arabi í deildinni. Þar er Íslendingaliðið í 6. sæti með 25 stig eftir 21 leik en Al-Sailiya er nú með 28 stig eftir 21 leik. 

Al Duhail og Al-Rayyan eru í nokkrum sérflokki í deildinni með 46 og 45 stig. 

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Al-Arabi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert