Vilja vandræðagemlinginn að láni

Boli Bolingoli (t.v.) í leik með Celtic.
Boli Bolingoli (t.v.) í leik með Celtic. AFP

Franska knattspyrnufélagið Amiens vill fá Boli Bolingoli að láni frá Celtic eftir að leikmaðurinn kom sér í klandur í Skotlandi á dögunum.

Bol­in­goli braut sóttvarnareglur þegar hann ferðaðist til Spán­ar í síðustu viku án þess að láta fé­lagið vita og spilaði svo með Celtic gegn Kilm­arnock á sunnu­dag­inn, án þess að hann hefði farið í sótt­kví. Forsætisráðherra Skota var öskuill og setti Celtic meðal annars í tveggja leika keppnisbann en liðið getur þó tekið á móti Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Bolingoli er hins vegar ekki í náðinni hjá félaginu og vilja forráðamenn Celtic losna við vandræðagemlinginn. Amiens, sem spilar í frönsku B-deildinni, hefur boðist til að taka Belgann að láni og þá gæti félagið keypt hann fyrir tvær milljónir punda eftir tímabilið. Sky Sports segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert