City úr leik eftir tap gegn Lyon

Kevin De Bruyne hjá City og Lyon-maðurinn Maxwel Cornet eigast …
Kevin De Bruyne hjá City og Lyon-maðurinn Maxwel Cornet eigast við í kvöld. AFP

Lyon er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3:1-sigur á Manchester City er liðin mættust í lokaleik átta liða úrslitanna í Lissabon. 

Maxwel Cornet kom Lyon yfir á 24. mínútu og var staðan 1:0 allt fram að 69. mínútu er Kevin De Bruyne jafnaði. Þð tók Lyon hins vegar aðeins tíu mínútur að komast aftur yfir er Moussa Dembélé skoraði fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. 

City fékk sannkallað dauðfæri á 86. mínútu er Raheem Sterling var með galopið mark fyrir framan sig þegar hann fékk boltann í teignum. Sterling tókst að setja boltann yfir og mínútu síðar var Dembélé búinn að skora annað markið sitt og þriðja mark Lyon og þar við sat. 

Lyon mætir Bayern München í undanúrslitum 19. ágúst næstkomandi. Leipzig og PSG mætast í hinum undanúrslitaleiknum. 

Man. City 1:3 Lyon opna loka
90. mín. Leik lokið Eftir þennan magnaða lokakafla er City komið áfram! Bayern bíður í undanúrslitum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert