Þjálfari Englands ánægður með leikinn

Gareth Southgate og Hannes Þór Halldórsson takast í hendur eftir …
Gareth Southgate og Hannes Þór Halldórsson takast í hendur eftir leikinn á Laugardalsvellinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var skrítinn leikur, við stjórnuðum honum lengst af og þurftum að reyna að brjóta niður þétta vörn,“ sagði Gareth Soutghate, þjálfari enska landsliðsins, eftir 1:0-sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu.

Fyrirliði Englands, Harry Kane, skoraði strax í upphafi leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Soutghate segir það auðvitað hafa haft áhrif, sem og rauða spjaldið sem Kyle Walker fékk í seinni hálfleik.

„Fyrstu tuttugu mínúturnar voru mjög góðar en það hafði áhrif á okkur þegar mark var dæmt af. Eftir því sem leið á leikinn mátti svo sjá að menn eru ekki alveg 100%, það er skiljanlegt held ég og svo erum við tíu í nokkurn tíma.

Við sýndum mikinn karakter eftir rauða spjaldið og vildum reyna að sækja. Af því að Ísland klúðrar víti í lokin þá líður okkur eins og við höfum sloppið með skrekkinn en við spiluðum vel!“

Þá segist þjálfarinn vera ánægður með strákana sína, enda unnu þeir erfiðan leik. „Það er erfitt að spila með tíu á vellinum og ég er ánægður með strákana. Ég veit að margir munu gagnrýna þá fyrir þennan leik, en þetta var erfiður leikur undir erfiðum kringumstæðum og mikilvægur var hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert