Segist ekki hafa lekið neinu til fjölmiðla

Nadía Sif segist ekki hafa lekið neinu til fjölmiðla um …
Nadía Sif segist ekki hafa lekið neinu til fjölmiðla um samskipti hennar við ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Paul Fadon. ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir.

Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir, önnur tveggja íslenskra kvenna sem heimsóttu ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á hótel þar sem enska liðið dvaldi í gær, segist ekki hafa lekið myndefni af samskiptum sínum við þá félaga til fjölmiðla. 

Nadía segir í yfirlýsingu á instagramreikningi sínum að hún hafi hvorki tekið myndir né myndbönd af samskiptum sínum við leikmennina. Hún hafi heldur ekki lekið umræddu myndefni til fjölmiðla.

Foden og Mason gerðust sekir um brot á íslenskum sóttvarnareglum með heimsókn Nadíu og vinkonu hennar. Voru þeir báðir sektaðir um 250.000 krónur auk þess sem þeir voru sendir heim til Englands og spila því ekki með enska landsliðinu í leik liðsins gegn Danmörku á þriðjudag. Enska liðið vann 1:0-sigur á íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA á laugardag, en leikurinn var fyrsti A-landsliðsleikur bæði Fodens og Greenwoods. 

Mason Greenwood reynir að senda boltann fyrir mark Íslands í …
Mason Greenwood reynir að senda boltann fyrir mark Íslands í leiknum á laugardaginn. Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason til varnar. AFP

Í yfirlýsingu sinni segist Nadía ekki hafa vitað að þeir Greenwood og Foden væru í sóttkví. Hún segir þá ekki eiga afleiðingar málsins skilið. Þeir séu góðir strákar og frábærir fótboltamenn. Hún segist sjálf hafa gert mistök en hún muni verja sig sé hún borin sökum sem ekki eru sannar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert