Messi þénaði milljarði meira en Ronaldo

Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims. AFP

Argentínska stórstjarnan Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en hann þénaði 126 milljónir dollara síðasta árið eða um sautján milljarða króna. Cristiano Ronaldo kemur þar á eftir með milljarð minna í árstekjur. 

Forbes reiknaði heildar árstekjur knattspyrnumanna síðasta árið þar sem auglýsingasamningar og aðrar tekjur eru reiknaðar ofan á þau laun leikmanna hjá félögum sínum. Eru þeir Messi og Ronaldo einu sem fá yfir 100 milljónir dollara í árstekjur en Neymar er í þriðja sæti með 96 milljónir dollara. 

Cristiano Ronaldo þénar meira vegna auglýsingasamninga en Messi, en laun Messi hjá Barcelona eru töluvert hærri en laun Ronaldo hjá Juventus. 

Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru á meðal tíu tekjuhæstu knattspyrnumanna heims. Mohamed Salah er í fimmta sæti, Paul Pogba í sjötta sæti og David de Gea í tíunda sæti. Þénaði Salah 37 milljónir dollara síðasta áirð, Pogba 34 milljónir og de Gea 27 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert